
Ægisíða
Þessi fallega 3 km gönguleið hefst við bílastæði við Sundlaug Vesturbæjar. Þaðan er gengið niður Hofsvallagötuna þar sem leiðin liggur í átt að Ægissíðunni. Þegar komið er niður að Ægissíðunni blasir við opin grasflöt og þar stendur útilistaverk eftir Ásmund Sveinsson sem nefnist Björgun úr sjavarháska. Við listaverkið er tilvalið að staldra við og njóta útsýnisins.
Leiðin meðfram Ægissíðunni er aðgengileg. Göngustígar eru breiðir og henta bæði göngufólki og þeim sem vilja njóta útiveru með barnavagna eða hjól. Umhverfið er friðsælt og gróið með fjölbreyttu fuglalífi og litlum beituskúrum sem minna á gamla tíma þegar sjósókn var hluti af lífinu við ströndina. Útsýnið yfir Faxaflóann er ákaflega fallegt og þar blasa Bessastaðir á Álftanesi við. Á leiðinni eru jafnframt fjölmargir bekkir sem bjóða upp á það að tylla sér og njóta útsýnisins. Þegar komið er að Skerjafirðinum er gengið til baka sömu leið upp Hofsvallagötuna og aftur að sundlauginni, þar sem göngufólk getur endað gönguna á kaffibolla eða jafnvel hressandi sundsprett í Vesturbæjarlauginni.
Sundlaug Vesturbæjar
Nánari upplýsingar
Tímalengd
Vegalengd
Erfiðleiki
Samanlögð hæðarhækkun
Mesta hæð
Tímabil
Aðgengi að leið
Sýnileiki leiðar
Lýsing
Yfirborð
Breidd á stíg
Hættur
Hindranir
Upphafspunktur (lengd/breidd)
Hæð upphafspunkts
Samanlögð hæðarlækkun
Hnit hæsta punkts
Lægsta hæð
Hnit lægstu hæðar
Nánari upplýsingar um þjónustu
Kaffihús Vesturbæjar og Sundlaug Vesturbæjar eru við upphaf leiðar.
Vegalengd

Sundlaug Vesturbæjar