
Álfahringur í Hafnarfirði
Þessi hjólaleið hefst í gróna umhverfi Hellisgerðis, friðsæls garðs í hjarta Hafnarfjarðar. Þaðan er hjólað eftir Hellisgötunni í suðurátt þar til komið er að Víðistaðatúni, víðáttumiklu útivistarsvæði með fjölbreyttu leiksvæði og göngustígum. Stígnum er fylgt í gegnum túnið í átt að Víðistaðakirkju og síðan beygt til vinstri á stíginn meðfram hrauninu. Næst er farið yfir götuna og út Skjólvang, þar sem leiðin liggur að Hrafnistu. Við Hrafnistu er beygt til vinstri og hjólað eftir Herjólfsgötu þar til komið er að Brúsastöðum. Þar tekur við falleg strandleið sem leiðir meðfram sjónum. Hjólað er framhjá Sundhöll Hafnarfjarðar og áfram eftir Norðurbakka og Fjarðargötu. Hér gefst líka frábært tækifæri til að staldra við, njóta útsýnisins og fylgjast með hafnarstarfsemi eða fuglalífi við sjóinn. Frá Fjarðargötu er beygt inn á Lækjargötuna og haldið áfram til hægri við Brekkugötu. Leiðin liggur nú í átt að Flensborgarskóla og meðfram Hamrinum, þar sem tilvalið er að njóta útsýnis yfir bæinn og náttúruna í kring. Haldið er áfram með því að beygja til vinstri á Hringbraut og fylgja henni að Hamarkotslæk. Þar tekur við stígur sem liggur meðfram Hörðuvöllum, grænu svæði með opnu landslagi og leiksvæðum. Síðan er beygt til vinstri inn Tjarnarbraut og henni er fylgt að Hverfisgötu sem leiðir aftur að upphafsstaðnum.
Hellisgerði
Nánari upplýsingar
Tímalengd
Vegalengd
Erfiðleiki
Samanlögð hæðarhækkun
Mesta hæð
Tímabil
Aðgengi að leið
Sýnileiki leiðar
Lýsing
Yfirborð
Breidd á stíg
Hættur
Hindranir
Þjónusta á leiðinni
Upphafspunktur (lengd/breidd)
Hæð upphafspunkts
Samanlögð hæðarlækkun
Hnit hæsta punkts
Lægsta hæð
Hnit lægstu hæðar
Vegalengd

Hellisgerði