Mynd
Engin atkvæði ennþá
Sveitarfélag

Esjan upp að Steini

Esjan, bæjarfjall Reykjarvíkur, er eitt vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins og þar stunda tugþúsundir fjallgöngu og útivist ár hvert. Steinn á Þverfellshornshálsi er sá viðkomustaður sem flestir miða við til göngu. Vegalengdin frá fjallsrótum og að Steini er um 6,6 km og er göngutíminn 1–3 klst., allt eftir því hversu hratt er farið. Leiðin liggur frá bílastæði við Mógilsá í Kollafirði. Eftir stutta göngu frá bílastæðinu er komið að göngubrú áður en gengið er upp Þvergil. Þar fyrir ofan er Smágil og skiptist stígurinn þar í tvennt. Annars vegar er gengið yfir brú yfir Mógilsá og síðan áfram upp með Mógili og áfram merktan stíg eftir hlíðum Þverfellshorns að Steini. Hér er hins vegar brattari – og beinni – leiðin valin. Þá er genginn stígurinn sem liggur upp malardrögin vestan Mógils og áfram um Einarsmýri að Steini og síðan sama leið aftur niður. Brýnt er að fylgja merktri leið öryggisins vegna og einnig til að hlífa gróðri því fjölmargir leggja leið sína á Esjuna á degi hverjum. Að vetrarlagi er nauðsynlegt að hafa brodda meðferðis þar sem hálka getur orðið mikil á leiðinni. Útivistarsvæðin í Esjuhlíðum eru í umsjón Skógræktarfélags Reykjavíkur sem eru frjáls félagasamtök. Nánari upplýsingar má finna á heidmork.is.

Opna kort
Upphafsstaður leiðar

Bílastæði við Esju

Nánari upplýsingar

Tímalengd

Vegalengd

6.69km

Erfiðleiki

Samanlögð hæðarhækkun

815,7m

Mesta hæð

667,1m

Tímabil

MEIRAMINNA

Sýnileiki leiðar

Lýsing

Breidd á stíg

Hættur

Hindranir

Þjónusta á leiðinni

Upphafspunktur (lengd/breidd)

64 .20,
-21. 71

Hæð upphafspunkts

73,4m

Samanlögð hæðarlækkun

814,0m

Hnit hæsta punkts

64 .23,
-21. 71

Lægsta hæð

73,4m

Hnit lægstu hæðar

64 .20,
-21. 71

Vegalengd

6.693,8m
Loka
esjan_upp_að_steini.gpx

Bílastæði við Esju