
Garðabæjarhringur
Leiðin hefst við Vídalínskirkju, en tilvalið er að byrja eða enda gönguna á því að skoða Minjagarðinn að Hofsstöðum þar hjá. Þar var grafið niður á einn stærsta landnámsskála sem fundist hefur á Íslandi. Gengið er eftir stíg sem liggur efst á hæðinni milli hverfanna að norðan og sunnan, framhjá Holtstúni þar sem Sankti Jósefssystur bjuggu allt fram til ársins 1998 og áfram meðfram Reykjanesbraut og yfir brúna yfir brautina til móts við Vífilsstaði. Leiðin liggur síðan fyrir neðan Vífilsstaði eftir Hraunstíg í átt að Vífilsstaðavatni. Fyrir ofan blasir gamli Vífilsstaðaspítalinn við en þar var starfrækt berklahæli frá árinu 1910 uns berklum var að mestu útrýmt á Íslandi. Frá vatninu er gengið í áttina að Vífilsstaðahlíð og þaðan farið inn á stíginn sem liggur meðfram byggðinni í Urriðaholti. Ganga þarf stuttan spöl í kantinum á Flóttamannaveginum svokallaða, Elliðavatnsvegi, áður en komið er inn á stíginn við Urriðaholt. Skömmu fyrir neðan hús Náttúrufræðistofnunar í Urriðaholti er farið yfir Urriðaholtsstræti og gengið yfir brúna sem liggur yfir Reykjanesbraut. Þaðan er haldið áfram að stíg sem liggur út á Garðahraun og þverar úfið hraunið. Leiðin liggur svo í gegnum íbúðahverfið í Flötum og aftur upp að Vídalínskirkju þar sem gangan hófst.
Við Vídalínskirkju
Nánari upplýsingar
Tímalengd
Vegalengd
Erfiðleiki
Samanlögð hæðarhækkun
Mesta hæð
Tímabil
Aðgengi að leið
Sýnileiki leiðar
Lýsing
Yfirborð
Breidd á stíg
Hættur
Hindranir
Upphafspunktur (lengd/breidd)
Hæð upphafspunkts
Samanlögð hæðarlækkun
Hnit hæsta punkts
Lægsta hæð
Hnit lægstu hæðar
Vegalengd

Við Vídalínskirkju