
Hjólað um Mosfellsbæ
Þessi hjólaleið hefst við íþróttasvæði Varmá í Mosfellsbæ og býður upp á fjölbreytta og fallega ferð í gegnum bæinn. Frá upphafsstað er hjólað í átt að Álafosskvosinni sem er miðstöð lista og menningar í Mosfellsbær og er afar vinsæll viðkomustaður. Þaðan liggur leiðin áfram í átt að Reykjalundi, þar sem Reykjalundarvegi er fylgt og síðan beygt inn Reykjaveg. Þessi kafli er skjólgóður með gróskumikilli náttúru allt í kring. Síðan er beygt inn Skarhólabraut og henni fylgt að Vesturlandsvegi. Á þeirri leið er brekka sem fær hjartað til að slá aðeins hraðar. Við Vesturlandsveginn er farið í gegnum undirgöngin til þess að komast yfir götuna. Þaðan er hjólað í gegnum Hlíðahverfið, farið fram hjá Lágafellslaug og áfram í átt að golfvellinum. Áfram er hjólað meðfram golfvellinum og síðan er stígnum með Leiruvognum fylgt, þar sem útsýni og fjölbreytt fuglalíf taka á móti ferðalöngum. Að lokum liggur hjólastígurinn aftur að upphafsstað við íþróttasvæði Varmá.
Bílastæði við íþróttastæði Varmá
Nánari upplýsingar
Tímalengd
Vegalengd
Erfiðleiki
Samanlögð hæðarhækkun
Mesta hæð
Tímabil
Aðgengi að leið
Sýnileiki leiðar
Lýsing
Yfirborð
Breidd á stíg
Hættur
Hindranir
Þjónusta á leiðinni
Upphafspunktur (lengd/breidd)
Hæð upphafspunkts
Samanlögð hæðarlækkun
Hnit hæsta punkts
Lægsta hæð
Hnit lægstu hæðar
Vegalengd

Bílastæði við íþróttastæði Varmá