Mynd
Meðaltal: 5 (1 atkvæði)
Sveitarfélag

Strípshringur í Heiðmörk

Strípshringur er rúmlega 4 km löng gönguleið í Heiðmörk sem liggur gegnum vel gróið skóglendi og opið svæði þaðan sem sést vel yfir umhverfið. Beygt er inn á veginn sem liggur upp í Heiðmörk út af Suðurlandsvegi við Rauðhóla og ekið sem leið liggur, fram hjá Elliðavatni og Elliðavatnsbænum og beint af augum eftir Heiðmerkurveginum þangað til komið er að svokölluðu Borgarstjóraplani í miðri Heiðmörk. Gengið er af bílastæðinu inn á stíg sem liggur frá rauðmáluðum skúr í einu horni þess. Leiðin er merkt með appelsínugulum stikum. Stígnum er fylgt uns hann greinist í tvennt og er þá haldið til hægri. Stuttu síðar greinist stígurinn aftur og skal þá halda aftur til hægri og líka þegar stígurinn greinist enn að nýju eftir um 600 m. Stígnum er fylgt þangað til komið er að hæsta hluta leiðarinnar, en þaðan sést til allra átta, ekki síst í átt að Esju og yfir Sundin. Lengra inn á hrauninu þar hjá er hóll og uppi á honum áberandi klettadrangur. Það er Strípir sá sem leiðin og hraunið umhverfis eru kennd við. Leiðin liggur síðan yfir akslóða, svokallaða Landnemaslóð sem notuð hefur verið af landnemahópunum sem hafa gróðursett hér tré frá því um 1950. Ekki skal skal þó fylgja henni heldur stígnum. Leiðin sveigist brátt aftur að bílaplaninu þar sem hún hófst og skal gæta þess að velja alltaf hægri stíginn ef leiðin greinist. Meðfram leiðinni hefur Skógræktarfélag Reykjavíkur komið fyrir fallegum upplýsingaskiltum sem veita fræðslu um gróður og fuglalíf svæðisins. Nánari upplýsingar má finna á heidmork.is.

Opna kort
Upphafsstaður leiðar

Borgarstjóraplan í Heiðmörk

Nánari upplýsingar

Tímalengd

Vegalengd

4.28km

Erfiðleiki

Samanlögð hæðarhækkun

172,5m

Mesta hæð

135,6m

Tímabil

MEIRAMINNA

Aðgengi að leið

Sýnileiki leiðar

Lýsing

Breidd á stíg

Hindranir

Þjónusta á leiðinni

Upphafspunktur (lengd/breidd)

64 .07,
-21. 74

Hæð upphafspunkts

88,3m

Samanlögð hæðarlækkun

161,9m

Hnit hæsta punkts

64 .06,
-21. 76

Lægsta hæð

84,1m

Hnit lægstu hæðar

64 .07,
-21. 76

Vegalengd

4.279,8m
Loka
strípshringur_í_heiðmörk.gpx

Borgarstjóraplan í Heiðmörk