![](/sites/default/files/styles/hero_768/public/route-images/vrvk-2118.jpg?itok=IYqX9g6v)
Vatnahringurinn í Heiðmörk
Heiðmörk er sannkölluð paradís hjólreiðafólks. Vatnahringurinn er 7,5 km löng leið í Heiðmörk sem er merkt með bláum stikum. Á bíl er ekið inn í Heiðmörk eftir Rauðhólavegi frá Suðurlandsvegi og hefst Vatnahringurinn við Borgarstjóraplan þótt fleiri bílastæði sé einnig að finna í Heiðmörk. Á leiðinni er hjólað fram með Elliðavatni og fleiri minni vötnum eins Helluvatni, Hraunhúsatjörn og Myllulækjatjörn. Fræðsluskiltum með ýmis konar fróðleik um fugla, plöntur, tré, jarðfræði og sögu svæðisins hefur verið komið fyrir af Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Stígurinn er lagður fyrir gangandi vegfarendur sem njóta þar forgangs. Hjólreiðafólk má nota stígana en ber að gæta varúðar og taka tillit til þeirra sem fara um á tveimur jafnfljótum. Heiðmörk er í umsjón Skógræktarfélags Reykjavíkur og nánari upplýsingar má finna á heidmork.is.
Borgarstjóraplan í Heiðmörk
Nánari upplýsingar
Tímalengd
Vegalengd
Erfiðleiki
Samanlögð hæðarhækkun
Mesta hæð
Tímabil
Aðgengi að leið
Sýnileiki leiðar
Lýsing
Yfirborð
Breidd á stíg
Hættur
Hindranir
Þjónusta á leiðinni
Upphafspunktur (lengd/breidd)
Hæð upphafspunkts
Samanlögð hæðarlækkun
Hnit hæsta punkts
Lægsta hæð
Hnit lægstu hæðar
Vegalengd
![](/sites/default/files/route-images/vrvk-2118.jpg)
Borgarstjóraplan í Heiðmörk