![](/sites/default/files/styles/hero_768/public/route-images/aesustadafell-3090.jpg?itok=jfRxtvc0)
Æsustaðafell og Reykjafell
Gangan upp á Æsustaðafjall og Reykjafell er þægileg gönguleið sem hentar vel fyrir fjölskyldur. Ekið er upp Mosfellsdal og beygt til hægri inn á afleggjara merktum Hlaðgerðarkoti. Fljótlega er síðan aftur beygt til hægri inn að smáhýsabyggðinni í Skammadal. Ekið er spölkorn þar til komið er að litlu bílastæði en það er ekki sérstaklega merkt. Við hefjum gönguna með því að taka stefnuna á Æsustaðafjall, um 220 metra hátt fell sem er eitt af fjölmörgum fellum við Mosfellsdal svo sem Helgafelli, Reykjafelli , Grímannsfelli og Mosfelli. Fjær má sjá Lágafell og Úlfarsfell. Frá bílastæðinu má sjá greinilegan jeppaslóða upp fjallið sem gengið er eftir þar til komið er upp. Hægt er að láta þetta nægja og fara aftur til baka niður en leiðin að þessu sinni liggur áfram upp á Reykjafell sem liggur í beinu framhaldi eftir stikuðum slóða. Þegar komið er upp á toppinn á Reykjafelli er gengið áfram eftir stikaðri leið sem liggur niður í Skammadal meðfram smáhýsabyggðinni þangað til komið er aftur að bílastæðinu.
Skammaskarð
Nánari upplýsingar
Tímalengd
Vegalengd
Erfiðleiki
Samanlögð hæðarhækkun
Mesta hæð
Tímabil
Aðgengi að leið
Sýnileiki leiðar
Lýsing
Yfirborð
Breidd á stíg
Hættur
Hindranir
Þjónusta á leiðinni
Upphafspunktur (lengd/breidd)
Hæð upphafspunkts
Samanlögð hæðarlækkun
Hnit hæsta punkts
Lægsta hæð
Hnit lægstu hæðar
Vegalengd
![](/sites/default/files/route-images/aesustadafell-3090.jpg)
Skammaskarð