![](/sites/default/files/styles/hero_768/public/route-images/vrvk-0392.jpg?itok=QA1CjCno)
Blikastaðanes
Þessi 3 km leið um Blikastaðanesið hentar öllum. Gengið er á malbikuðum stíg og hefst leiðin við bílastæðið hjá Hlíðarvelli, golfvellinum í Mosfellsbæ. Byrjað er að ganga á milli golfbrauta þangað til komið er að strandstíg sem liggur út með Leiruvoginum. Þar er beygt til vinstri og gengið meðfram sjónum. Þarna er gott útsýni til Esju og Akrafjalls. Gengið er meðfram Blikastaðanesinu og beygt aftur til vinstri þar til komið er aftur að upphafi strandleiðarinnar. Þá er gengin sama leið til baka eftir stígnum á golfvellinum að bílastæðinu. Blikastaðanesið er hluti af friðlýstu svæði sem nær frá Blikastaðakró og inn Leirufjörðinn. Það er mikilvægt búsvæði fugla og viðkomustaður farfugla á fartíma þeirra, til að mynda margæsa, en einnig má þar sjá þar fjölda vaðfuglategunda á vorin. Þarna halda sendlingar til á vetrum og oft sést til landsela. Verndargildi svæðisins felst einnig í breiðum sjávarfitjum og víðáttumiklum leirum.
Bílastæði við Hlíðarvöll
Nánari upplýsingar
Tímalengd
Vegalengd
Erfiðleiki
Samanlögð hæðarhækkun
Mesta hæð
Tímabil
Aðgengi að leið
Sýnileiki leiðar
Lýsing
Yfirborð
Breidd á stíg
Hættur
Hindranir
Þjónusta á leiðinni
Upphafspunktur (lengd/breidd)
Hæð upphafspunkts
Samanlögð hæðarlækkun
Hnit hæsta punkts
Lægsta hæð
Hnit lægstu hæðar
Áhugaverðir áningarstaðir
Nánari upplýsingar um þjónustu
Salerni í golfskála
Vegalengd
![](/sites/default/files/route-images/vrvk-0392.jpg)
Bílastæði við Hlíðarvöll