Mynd
Meðaltal: 5 (2 atkvæði)
Sveitarfélag

Elliðaárdalur

 

Elliðaárdalurinn er umvafinn gróðri, skógarrjóðrum og fjölbreyttu fuglalífi. Leiðin um Elliðaárdalinn er rúmlega 8 km löng og hentar vel bæði vönu og óvönu hjólafólki, enda eru stígarnir að mestu malbikaðir og auðfarnir. Hjólatúrinn hefst við Elliðaárstöð, þar sem farið er upp brekku og undir Höfðabakkabrúna. Þaðan liggur leiðin áfram meðfram ánni á góðum stíg. Farið er meðfram æfingasvæði Fylkis og áfram framhjá hesthúsabyggðinni í Víðidal. Stígurinn heldur áfram í átt að Breiðholtsbraut. Farið er yfir ána, hjólað til baka sunnan megin við árnar, og stígnum fylgt þar til komið er aftur að Höfðabakkabrú. Hægt er að stytta leiðina með því að fara yfir brúna og aftur að bílastæðinu við Rafstöðvarveg. Þau sem vilja ljúka öllum hringnum halda áfram í átt að Vesturlandsvegi. Þar taka við stígar og slóðar sem liggja áfram með ánni. Á stuttum kafla getur þurft að teyma hjólið, sérstaklega fyrir óvana hjólara. Að lokum er hjólað eftir stígnum meðfram Rafstöðvarvegi og komið aftur að upphafspunkti við bílastæðið. 

 

Opna kort
Upphafsstaður leiðar

Elliðaárstöð

Nánari upplýsingar

Tímalengd

Vegalengd

8.19km

Erfiðleiki

Samanlögð hæðarhækkun

79,7m

Mesta hæð

140,9m

Tímabil

MEIRAMINNA

Sýnileiki leiðar

Lýsing

Yfirborð

Breidd á stíg

Hættur

Þjónusta á leiðinni

Upphafspunktur (lengd/breidd)

64 .11,
-21. 83

Hæð upphafspunkts

82,9m

Samanlögð hæðarlækkun

81,8m

Hnit hæsta punkts

64 .10,
-21. 80

Lægsta hæð

75,9m

Hnit lægstu hæðar

64 .11,
-21. 84

Nánari upplýsingar um þjónustu

Hægt er að sækja þjónustu við Elliðaárstöð og Árbæjarsundlaug.

Vegalengd

8.193,8m
Loka
elliðaárdalur.gpx

Elliðaárstöð