Mynd
Meðaltal: 5 (3 atkvæði)
Sveitarfélag

Fógetastígur í Gálgahrauni

Í Garðabæ er ákaflega falleg gönguleið um Gálgahraun sem kallast Fógetastígur. Fógetastígur var hin forna leið milli Bessastaða og Reykjavíkur, kennd við embætti landfógeta, en landfógetar sátu jafnan á Bessastöðum. Lagt er af stað frá bílastæðinu við hringtorgið þar sem Vífilsstaðavegur og Hraunholtsbraut mætast. Við upphaf göngunnar er fræðsluskilti um sögu staðarins og fornar leiðir sem fróðlegt er að lesa. Gangan liggur í hring og er fyrst gengið með fallega vogskorinni ströndinni og að Gálgaklettum. Í Gálgahrauni leynast fjölmargir hellisskútar, bollar, gjár og lautir. Þegar komið er að Lambhúsatjörn sveigir stígurinn til suðurs og síðan er gengið í átt að upphafsstað. Lengd leiðarinnar er um 5 km. Umrætt svæði er nyrsti hluti svokallaðra Búrfellshrauna sem runnu frá eldstöðinni Búrfelli fyrir rúmum 7.000 árum. Gálgahraun var friðlýst árið 2009 og er hraunið að mestu eins og það var þegar það rann og eru jarðmyndanir, gróðurfar og fuglalíf forsendur friðlýsingarinnar.

Opna kort
Upphafsstaður leiðar

Hraunsholt / Gálgahraun

Nánari upplýsingar

Tímalengd

Vegalengd

4.17km

Erfiðleiki

Samanlögð hæðarhækkun

248,4m

Mesta hæð

88,6m

Tímabil

MEIRAMINNA

Sýnileiki leiðar

Lýsing

Breidd á stíg

Hindranir

Þjónusta á leiðinni

Upphafspunktur (lengd/breidd)

64 .09,
-21. 95

Hæð upphafspunkts

74,8m

Samanlögð hæðarlækkun

248,2m

Hnit hæsta punkts

64 .09,
-21. 96

Lægsta hæð

61,6m

Hnit lægstu hæðar

64 .09,
-21. 95

Vegalengd

4.169,8m
Loka
fógetastígur_í_gálgahrauni.gpx

Hraunsholt / Gálgahraun