Mynd
Engin atkvæði ennþá
Sveitarfélag

Fossvogsdalur

Lagt er af stað frá íþróttasvæðinu við Fagralund í Kópavogi, miðsvæðis í Fossvogsdal. Á leiðinni eru áhugaverðir staðir eins og Hermannsskógur, Norræni vinalundurinn, Álfaskógur og Trjásafnið í Meltungu, austast í dalnum. Gróðursældin er mikil og gaman að virða fyrir sér umhverfið á leiðinni, líta eftir grænu sprotunum snemma á vorin og litadýrðinni á haustin. Margar tegundir verpa á svæðinu, en raunar er fuglalífið fjörugt í dalnum allt árið og gaman að sjá þær tegundir staðfugla sem kjósa að þreyja veturinn í Fossvogsdalnum.

Opna kort
Upphafsstaður leiðar

Fagrilundur

Nánari upplýsingar

Tímalengd

Vegalengd

6.27km

Erfiðleiki

Samanlögð hæðarhækkun

468,6m

Mesta hæð

151,4m

Tímabil

MEIRAMINNA

Sýnileiki leiðar

Lýsing

Breidd á stíg

Hindranir

Þjónusta á leiðinni

GPX skrá

Upphafspunktur (lengd/breidd)

64 .11,
-21. 87

Hæð upphafspunkts

85,7m

Samanlögð hæðarlækkun

468,2m

Hnit hæsta punkts

64 .11,
-21. 89

Lægsta hæð

77,9m

Hnit lægstu hæðar

64 .11,
-21. 89

Áhugaverðir áningarstaðir

Trjásafnið í Meltungu er austast í dalnum og hafist var handa við að gróðursetja í trjásafnið árið 1996 og er enn verið að. Þar er nú að finna um 1.200 tegundir, afbrigði og yrki trjáa og runna á alls um 8 hektara svæði sem gerir þetta nú þegar eitt fjölbreyttasta trjásafn landsins og er stór hluti tegundanna merktur með íslensku nafni, latnesku fræðiheiti og hvaða ætt tegundin tilheyrir. Við njótum núvitundarinnar og göngum um ýmsa hluta trjásafnsins; aspaskóginn, Yndisgarðinn, Aldingarðinn, Sígræna garðinn og Rósagarðinn. Við Kjarrhólma er stórt skilti um trjásafnið. Rósagarðurinn er annar áningastaður á leiðinni sem hefur að geyma fjölbreytt safn rósa og þar getur verið rómantískt um að litast þegar allskonar litar rósirnar eru í blóma. Sá tími er frá byrjun júlí og langt fram eftir hausti. Skammt frá Rósagarðinum er jafnframt að finna fróðleiksskilti um nýbýlið Meltungu.

Nánari upplýsingar um þjónustu

Salerni í Íþróttahúsi Fagralundi

Vegalengd

6.265,4m
Loka
fossvogsdalur.gpx

Fagrilundur