![](/sites/default/files/styles/hero_768/public/route-images/vrvk-1037.jpg?itok=hUXFNAWG)
Garðabæjarhringur
Þessi leið hefst við Vídalínskirkju en tilvalið er að byrja eða enda hjólaferðina á því að skoða Minjagarðinn að Hofsstöðum. Þar var grafið niður á næststærsta landnámsskála sem fundist hefur á Íslandi. Hjólað er eftir íbúðargötum og fram hjá Holtstúni þar sem Sankti Jósefssystur bjuggu fram til ársins 1998. Haldið er áfram og yfir brúna yfir Reykjanesbraut. Á leiðinni upp að Vífilsstaðavatni má sjá Vífilsstaði en þar var berklahæli starfrækt frá 1910 þar til berklaveikin var að mestu kveðin niður um miðja 20. öld. Haldið er áfram í áttina að Vífilsstaðahlíð og þaðan að Urriðaholti. Hjólað er á Flóttamannaveginum áður en komið er inn á stíginn við Urriðaholt. Farið er yfir brúna sem liggur yfir Reykjanesbraut hjá Kauptúni og að stíg sem liggur í gegnum úfið Garðahraunið. Síðan er hjólað upp Flatirnar og aftur að Vídalínskirkju þar sem ferðin hófst.
Við Vídalínskirkju
Nánari upplýsingar
Tímalengd
Vegalengd
Erfiðleiki
Samanlögð hæðarhækkun
Mesta hæð
Tímabil
Aðgengi að leið
Sýnileiki leiðar
Lýsing
Yfirborð
Breidd á stíg
Hættur
Hindranir
Upphafspunktur (lengd/breidd)
Hæð upphafspunkts
Samanlögð hæðarlækkun
Hnit hæsta punkts
Lægsta hæð
Hnit lægstu hæðar
Vegalengd
![](/sites/default/files/route-images/vrvk-1037.jpg)
Við Vídalínskirkju