![](/sites/default/files/styles/hero_768/public/route-images/helgufoss-9145.jpg?itok=7kyjYsnS)
Grímannsfell
Grímannsfell er eitt hæsta fellið í landi Mosfellsbæjar (482 m y.s.). Gangan upp er fremur þægileg þótt hún taki svolítið á í mesta brattanum. Farið er frá bílastæði við Helgufoss, en þangað liggur merktur afleggjari frá Þingvallavegi. Góðir stígar hafa verið lagðir frá bílastæðinu að fossinum. Þegar komið er að Helgufossi er tilvalið er staldra við og njóta náttúrufegurðarinnar. Fylgt er merkingum við stikaðan stíg og gengið áfram upp með ánni Köldukvísl og þar yfir brú á ánni. Á leiðinni eru nokkrir lækir sem þarf að stikla yfir áður en haldið er á brattann. Slóðinn er vel greinilegur og stikaður alla leið upp á fellið. Hæsti hluti þess nefnist Stórhóll og þaðan er glæsilegt útsýni yfir Hellisheiði, Mosfellsheiði, Esjuhlíðar og höfuðborgarsvæðið. Gengin er sama leið aftur til baka og mælt er með að staldra að nýju við hjá Helgufossi áður en haldið er að bílastæðinu.
Bílastæði við Helgufoss
Nánari upplýsingar
Tímalengd
Vegalengd
Erfiðleiki
Samanlögð hæðarhækkun
Mesta hæð
Tímabil
Aðgengi að leið
Sýnileiki leiðar
Lýsing
Yfirborð
Breidd á stíg
Hættur
Hindranir
Þjónusta á leiðinni
Upphafspunktur (lengd/breidd)
Hæð upphafspunkts
Samanlögð hæðarlækkun
Hnit hæsta punkts
Lægsta hæð
Hnit lægstu hæðar
Vegalengd
![](/sites/default/files/route-images/helgufoss-9145.jpg)
Bílastæði við Helgufoss