
Hafravatn
Hafravatn er fallegt stöðuvatn rétt austan við Úlfarsfell og tilheyrir vatnið Mosfellsbæ. Leiðin í kringum vatnið er um 5 km löng og hentar flestu göngufólki. Hægt er að hefja gönguna við Hafravatnsrétt eða útivistarsvæði skáta við suðurenda vatnsins. Í upphafi er gengið stuttlega meðfram akveginum til vinstri áður en beygt er inn á slóðann sem liggur meðfram vatninu. Að mestu leyti er hægt að ganga meðfram fjörunni og á leiðinni eru falleg sumarhús í mikilli gróðursæld. Þegar komið er að Úlfarsá er mýrlendi og lítil trébrú sem farið er yfir. Haldið er áfram meðfram fjörunni í Vatnsvík og þá má velja hvort gengið er meðfram akveginum aftur að bílastæðinu eða hvort menn vilji ögra sér við það að klöngrast í steinunum meðfram fjöruborðinu.
Bílastæði við skátasvæði eða Hafravatnsrétt
Nánari upplýsingar
Tímalengd
Vegalengd
Erfiðleiki
Samanlögð hæðarhækkun
Mesta hæð
Tímabil
Aðgengi að leið
Sýnileiki leiðar
Lýsing
Yfirborð
Breidd á stíg
Hættur
Þjónusta á leiðinni
Upphafspunktur (lengd/breidd)
Hæð upphafspunkts
Samanlögð hæðarlækkun
Hnit hæsta punkts
Lægsta hæð
Hnit lægstu hæðar
Vegalengd


Bílastæði við skátasvæði eða Hafravatnsrétt