![](/sites/default/files/styles/hero_768/public/route-images/helgafell-hfj-0262.jpg?itok=2PNtmDVJ)
Helgafell í Hafnarfirði
Helgafell við Kaldárbotna í Hafnarfirði (338 m y. s.) er afar vinsæl gönguleið. Hægt að fara fleiri en eina leið upp á fjallið, en sú sem er mest farin hefst við nýtt og vel merkt bílastæði við Kaldárbotna. Þaðan sést stígurinn að fjallinu greinilega. Gengið er fram hjá vatnsbólum Hafnfirðinga í Kaldárbotnum og svo áfram þar sem greinilegar vörður leiða að uppgöngunni á fjallið. Leiðin upp er nokkuð brött, einkum í byrjun þegar gengið er upp lítið og grunnt gil upp á næsta hjalla fyrir ofan, en þó fremur auðveld. Helgafell er móbergsfjall sem myndaðist við eldgos undir jökli seint á síðustu ísöld. Undirlagið er fast undir fæti og þægilegt til göngu, en fyrir vikið er erfitt að móta skýran stíg upp fjallið. Leiðin er samt nokkuð greinileg og vörður eru á nokkrum stöðum til þess að vísa veginn. Þegar komið er upp blasir við stórkostlegt útsýni í allar áttir og hægt að átta sig á því sem fyrir augu ber með hjálp útsýnisskífu. Áður en gengið er niður er góður siður að skrifa nafnið sitt í gestabókina sem þarna er. Gengið er til baka sömu leið og farin var upp og er mikilvægt að vara sig á lausum steinum eða möl, sérstaklega þegar farið niður gilið.
Bílastæði við Helgafell
Nánari upplýsingar
Tímalengd
Vegalengd
Erfiðleiki
Samanlögð hæðarhækkun
Mesta hæð
Tímabil
Aðgengi að leið
Sýnileiki leiðar
Lýsing
Yfirborð
Breidd á stíg
Hættur
Hindranir
Þjónusta á leiðinni
Upphafspunktur (lengd/breidd)
Hæð upphafspunkts
Samanlögð hæðarlækkun
Hnit hæsta punkts
Lægsta hæð
Hnit lægstu hæðar
Nánari upplýsingar um þjónustu
Hægt er að losa sorp við bílastæði
Vegalengd
![](/sites/default/files/route-images/helgafell-hfj-0262.jpg)
Bílastæði við Helgafell