Mynd
Meðaltal: 5 (1 atkvæði)
Sveitarfélag

Helgafell í Hafnarfirði

Helgafell við Kaldárbotna í Hafnarfirði (338 m y. s.) er afar vinsæl gönguleið. Hægt að fara fleiri en eina leið upp á fjallið, en sú sem er mest farin hefst við nýtt og vel merkt bílastæði við Kaldárbotna. Þaðan sést stígurinn að fjallinu greinilega. Gengið er fram hjá vatnsbólum Hafnfirðinga í Kaldárbotnum og svo áfram þar sem greinilegar vörður leiða að uppgöngunni á fjallið. Leiðin upp er nokkuð brött, einkum í byrjun þegar gengið er upp lítið og grunnt gil upp á næsta hjalla fyrir ofan, en þó fremur auðveld. Helgafell er móbergsfjall sem myndaðist við eldgos undir jökli seint á síðustu ísöld. Undirlagið er fast undir fæti og þægilegt til göngu, en fyrir vikið er erfitt að móta skýran stíg upp fjallið. Leiðin er samt nokkuð greinileg og vörður eru á nokkrum stöðum til þess að vísa veginn. Þegar komið er upp blasir við stórkostlegt útsýni í allar áttir og hægt að átta sig á því sem fyrir augu ber með hjálp útsýnisskífu. Áður en gengið er niður er góður siður að skrifa nafnið sitt í gestabókina sem þarna er. Gengið er til baka sömu leið og farin var upp og er mikilvægt að vara sig á lausum steinum eða möl, sérstaklega þegar farið niður gilið.

Opna kort
Upphafsstaður leiðar

Bílastæði við Helgafell

Nánari upplýsingar

Tímalengd

Vegalengd

5.74km

Erfiðleiki

Samanlögð hæðarhækkun

396,7m

Mesta hæð

409,2m

Tímabil

MEIRAMINNA

Aðgengi að leið

Sýnileiki leiðar

Lýsing

Breidd á stíg

Hindranir

Þjónusta á leiðinni

Upphafspunktur (lengd/breidd)

64 .02,
-21. 87

Hæð upphafspunkts

154,7m

Samanlögð hæðarlækkun

402,1m

Hnit hæsta punkts

64 .01,
-21. 85

Lægsta hæð

141,6m

Hnit lægstu hæðar

64 .02,
-21. 87

Nánari upplýsingar um þjónustu

Hægt er að losa sorp við bílastæði

Vegalengd

5.737,4m
Loka
helgafell_í_hafnarfirði.gpx

Bílastæði við Helgafell