
Hjólað um Hafnarfjörð
Leiðin hefst við Ásvallalaug í Hafnarfirði. Þaðan er hjólað í átt að golfvellinum Keili, þar sem fallegt útsýni tekur á móti hjólafólki. Haldið er áfram eftir Hvaleyrarbraut þar til komið er að gatnamótunum við Ásbraut og hjólað er fram hjá Suðurbæjarlaug. Til að forðast brattari brekku er haldið áfram eftir Hvammabraut, þar sem hjólað er fram hjá kirkjugörðum bæjarins og síða er farið yfir brúna yfir Reykjanesbraut. Leiðin heldur áfram meðfram Kaldárselsvegi, þar sem stígurinn liggur fram hjá hesthúsunum og gróðrarstöðinni Þöll. Síðan er næsti afleggjari tekinn til hægri og þaðan farið inn á malarstíg, sem liggur í átt að Kjóadal. Stígnum er fylgt sem síðan liggur vestan megin við Hvaleyrarvatn. Þetta svæði er gróið og rólegt og býður upp á einstaka náttúruupplifun. Frá Hvaleyrarvatni er hjólað á malarvegi sem leiðir aftur niður að Völlunum í Hafnarfirði. Að lokum er komið aftur að upphafsstað við Ásvallalaug.
Ásvallalaug
Nánari upplýsingar
Tímalengd
Vegalengd
Erfiðleiki
Samanlögð hæðarhækkun
Mesta hæð
Tímabil
Aðgengi að leið
Sýnileiki leiðar
Lýsing
Breidd á stíg
Hindranir
Upphafspunktur (lengd/breidd)
Hæð upphafspunkts
Samanlögð hæðarlækkun
Hnit hæsta punkts
Lægsta hæð
Hnit lægstu hæðar
Vegalengd

Ásvallalaug