Kópavogshringur
Hjólaferðin hefst vestarlega í Fossvogsdal og liggur leiðin fyrst eftir hjólastígnum austur dalinn. Þegar komið er að Víkingssvæðinu er beygt til hægri og hjólað í átt að neðsta hluta Smiðjuvegar. Þar tekur við stígur sem liggur fyrir ofan Tengi og meðfram Reykjanesbrautinni. Eftir að hafa farið í gegnum tvenn undirgöng er komið að Dalveginum, þar sem leiðin heldur áfram. Í Kópavogsdalnum þarf að sýna sérstaka varúð gagnvart gangandi vegfarendum, en nokkrar leiðir eru í boði til að komast að undirgöngunum undir Hafnarfjarðarveginn. Þegar þangað er komið liggur leiðin meðfram Kópavoginum og út Kársnesið. Kársnesið er þrætt út við sjóinn en sérstaka aðgát þarf að hafa þegar farið er yfir Vesturvör. Síðan liggur leiðin inn á Kársnesstíginn að nýju norðan megin og er hjólað inn Fossvoginn og síðan fyrir botn vogsins og yfir göngubrúna sem liggur yfir Kringlumýrarbraut. Þar er aftur komið inn á stíginn þar sem ferðin hófst.
Fossvogur
Nánari upplýsingar
Tímalengd
Vegalengd
Erfiðleiki
Samanlögð hæðarhækkun
Mesta hæð
Tímabil
Aðgengi að leið
Sýnileiki leiðar
Lýsing
Yfirborð
Breidd á stíg
Hættur
Hindranir
Upphafspunktur (lengd/breidd)
Hæð upphafspunkts
Samanlögð hæðarlækkun
Hnit hæsta punkts
Lægsta hæð
Hnit lægstu hæðar
Nánari upplýsingar um þjónustu
Við leiðina er hægt að sækja þjónustu í kaffihús, verslanir og sundlaug.
Vegalengd
Fossvogur