Mynd
Engin atkvæði ennþá
Sveitarfélag

Reykjavíkurhringur

Hjólaleiðin hefst við Hörpu. Hjólað er suður Lækjargötu, fram hjá Tjörninni og Hljómskálagarðinum. Gæta þarf að gangandi vegfarendum ef hjólað er á gangstéttinni. Farið er yfir göngubrúna sem liggur yfir Hringbraut og hjólað í vesturátt, yfir útfallið úr Vatnsmýrinni og í áttina að Þjóðminjasafninu. Þaðan er beygt til vinstri inn á Suðurgötuna og hjólað í átt að Skerjafirðinum. Við enda flugbrautarinnar er hjólastígur sem er fylgt áfram eftir Einarsnesi og síðan áfram að gömlu olíustöðinni í Skerjafirði þar sem hjólastígurinn liggur í gegn. Síðan er hjólað til austurs eftir stígnum áfram í áttina að Nauthólsvík. Þegar komið er að Nauthólsvík er haldið áfram austur með Fossvogi og yfir brúna yfir Kringlumýrarbraut. Haldið er áfram í gegnum Fossvoginn að göngum sem liggja undir Breiðholtsbraut og inn í Elliðaárdal. Beygt er til vinstri og hjólað meðfram Elliðaánum og í gegnum göngin undir Ártúnsbrekku og áfram meðfram Elliðaánum þar til komið er að rauðu göngu- og hjólabrúnni niður við ósana. Stígnum í Naustavogi er svo fylgt áfram meðfram sjónum og síðan beygt upp Kleppsmýrarveg og þar yfir Sæbrautina og hjólað eftir Skeiðarvogi þangað til komið er inn á stíg sem liggur meðfram Suðurlandsbraut. Stígnum er fylgt til vesturs, hjólað yfir gatnamótin á Kringlumýrarbraut og áfram meðfram Suðurlandsbraut þar til beygt er til hægri niður Katrínartún. Þegar komið er að Sæbrautinni er farið yfir hana og niður á stíginn meðfram sjónum, beygt til vinstri og svo hjólað aftur að upphafsstað við Hörpu.

Opna kort
Upphafsstaður leiðar

Harpa

Nánari upplýsingar

Tímalengd

Vegalengd

18.53km

Erfiðleiki

Samanlögð hæðarhækkun

117,9m

Mesta hæð

96,7m

Tímabil

MEIRAMINNA

Sýnileiki leiðar

Lýsing

Yfirborð

Breidd á stíg

Hættur

Þjónusta á leiðinni

Upphafspunktur (lengd/breidd)

64 .15,
-21. 93

Hæð upphafspunkts

70,4m

Samanlögð hæðarlækkun

118,0m

Hnit hæsta punkts

64 .13,
-21. 87

Lægsta hæð

67,5m

Hnit lægstu hæðar

64 .12,
-21. 94

Nánari upplýsingar um þjónustu

Ýmis kaffihús, söfn og menningarmiðstöðvar eru meðfram leiðinni.

Vegalengd

18.528,8m