Mynd
Engin atkvæði ennþá
Sveitarfélag

Reynisvatn

Reynisvatn er lítið og friðsælt stöðuvatn austan við Grafarholt í Reykjavík, umlukið grónum skógi sem myndar skjól og laðar að fjölbreytt fuglalíf. Vatnið er staðsett í fallegri dæld milli jökulsorfinna grágrýtisholta þar sem fornar jarðmyndanir, sprungur og misgengi skapa áhugavert landslag. Stígur liggur hringinn í kringum vatnið og hentar jafnt þeim sem sækjast eftir léttri göngu, hlaupahring eða tækifæri til að njóta útivistar með fjölskyldunni. Stígurinn er greiðfær og vel merktur. Þar eru bekkir á vel völdum stöðum þar sem hægt er að setjast niður og njóta umhverfisins. Fuglalífið við Reynisvatn er fjölbreytt, einkum á vorin og sumrin þegar mófuglar verpa á svæðinu. Gróðurfar í holtunum í kring er fjölbreytt með mosa, lyngmóum og graslendi. 

Reynisvatn tengist einnig stígakerfi Austurheiða sem spannar svæðið frá Rauðavatni yfir að Langavatni. Austurheiðar eru þrjár samliggjandi heiðar ofan byggðar í austanverðri Reykjavík og bjóða upp á ótal möguleika til lengri gönguferða, hjólaferða og náttúruskoðunar fyrir alla aldurshópa. Þeir sem vilja lengja gönguna frá Reynisvatni geta auðveldlega haldið áfram í þetta skemmtilega útivistarsvæði. 

Þessi stutta ganga er kjörin fyrir stuttan útivistartúr, fuglaskoðun eða bara notalega stund í náttúrunni, steinsnar frá ys borgarinnar.
 

 

Opna kort
Upphafsstaður leiðar

Bílastæði við Reynisvatn

Nánari upplýsingar

Vegalengd

1.49km

Erfiðleiki

Samanlögð hæðarhækkun

10,4m

Mesta hæð

152,3m

Tímabil

MEIRAMINNA

Aðgengi að leið

Sýnileiki leiðar

Lýsing

Breidd á stíg

Hindranir

Þjónusta á leiðinni

GPX skrá

Upphafspunktur (lengd/breidd)

64 .12,
-21. 73

Hæð upphafspunkts

152,3m

Samanlögð hæðarlækkun

10,4m

Hnit hæsta punkts

64 .12,
-21. 73

Lægsta hæð

148,0m

Hnit lægstu hæðar

64 .12,
-21. 73

Vegalengd

1.486,8m
Loka
reynisvatn.gpx

Bílastæði við Reynisvatn