Mynd
Engin atkvæði ennþá
Sveitarfélag

Stórhöfði

Þessi skemmtilegi hringur uppi á Stórhöfða við Hvaleyrarvatn hentar allri fjölskyldunni. Gangan hefst við bílastæðið sem er vestan megin við Hvaleyrarvatn og er gengið meðfram bílslóða sem liggur við ræktunarsvæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Eftir um 500 metra göngu er skilti á hægri hönd sem á stendur Stórhöfðastígur þar sem beygt er inn á göngustíginn. Stígurinn liggur síðan meðfram Stórhöfða í Stórhöfðahrauni. Skömmu eftir að komið er fram hjá höfðanum blasir við stígur sem liggur til hægri. Honum er fylgt alla leið upp á topp en þar er fallegt útsýni að Helgafelli, Lönguhlíðum og út með Reykjanesi. Gengið er áfram eftir Stórhöfða og síðan niður þar til komið er aftur á veginn við skógræktina og aftur að bílastæðinu.

Opna kort
Upphafsstaður leiðar

Bílastæði við Hvaleyrarvatn vestan megin

Nánari upplýsingar

Tímalengd

Vegalengd

4.79km

Erfiðleiki

Samanlögð hæðarhækkun

473,1m

Mesta hæð

203,6m

Tímabil

MEIRAMINNA

Aðgengi að leið

Sýnileiki leiðar

Lýsing

Breidd á stíg

Hindranir

Þjónusta á leiðinni

GPX skrá

Upphafspunktur (lengd/breidd)

64 .03,
-21. 93

Hæð upphafspunkts

106,4m

Samanlögð hæðarlækkun

476,0m

Hnit hæsta punkts

64 .02,
-21. 93

Lægsta hæð

103,1m

Hnit lægstu hæðar

64 .03,
-21. 93

Vegalengd

4.793,1m
Loka
stórhöfði.gpx

Bílastæði við Hvaleyrarvatn vestan megin