![](/sites/default/files/styles/hero_768/public/route-images/ulfarsfell-0405.jpg?itok=dTbaMpX4)
Úlfarsfell
Úlfarsfell er þægilegt og skemmtilegt fell sem hentar vel til göngu allt árið um kring og er við flestra hæfi. Það er auðvelt að komast þangað og fljótlegt að fara upp og niður. Í þessari göngu er lagt af stað frá bílastæði ofan við Úlfarsárdalshverfið í Reykjavík, sunnan megin við Úlfarsfellið. Bílastæðið er kennt við Leirtjörn og þaðan er greinilegum slóða fylgt upp fellið og upp á hæsta hluta þess sem kallaður er Stórihnúkur. Þar uppi er útsýnispallur þar sem hægt er að setjast niður og njóta glæsilegs útsýnis yfir höfuðborgina. Utan í fellinu eru nokkrir slóðar sem hægt er að feta aftur niður en hér er gömlum vegslóða fylgt niður að bílastæðinu. Úlfarsfell er á mörkum Mosfellsbæjar og Reykjavíkur og rís hæst 296 metra yfir sjávarmáli. Berggrunnur fellsins er frá miðbiki ísaldar, um tveggja milljóna ára gamalt berg, og skiptast á hraunsyrpur sem myndast hafa á hlýskeiðum og móbergs- og jökulbergslög frá jökulskeiðum. Flóran á leiðinni upp Úlfarsfell einkennist af mólendi auk þess sem mikið hefur verið gróðursett af trjám í hlíðum fellsins að ógleymdri sem lúpínunni sem hefur komið sér vel fyrir.
Bílastæði við Úlfarsfellsveg
Nánari upplýsingar
Tímalengd
Vegalengd
Erfiðleiki
Samanlögð hæðarhækkun
Mesta hæð
Tímabil
Aðgengi að leið
Sýnileiki leiðar
Lýsing
Yfirborð
Breidd á stíg
Hættur
Hindranir
Þjónusta á leiðinni
Upphafspunktur (lengd/breidd)
Hæð upphafspunkts
Samanlögð hæðarlækkun
Hnit hæsta punkts
Lægsta hæð
Hnit lægstu hæðar
Vegalengd
![](/sites/default/files/route-images/ulfarsfell-0405.jpg)
Bílastæði við Úlfarsfellsveg