Mynd
Engin atkvæði ennþá
Sveitarfélag

Umhverfis Bessastaðatjörn

Umhverfis Bessastaðatjörn liggur rúmlega 6 km löng gönguleið. Leiðin fylgir ekki bökkum tjarnarinnar allan hringinn heldur er farið stóran hring um svæðið. Gangan hefst við Kasthúsatjörn þar sem greinilegur malarstígur liggur meðfram sjónum. Hér blasir við stórkostlegt útsýni yfir Faxaflóa og Snæfellsnesið í góðu skyggni. Þegar stígurinn breytist í gamlan akveg má sjá hlaðinn varðturn sem er minnismerki frá stríðsárunum, þar sem hermenn stóðu vörð við ströndina. Á hægri hönd er hægt að sjá Bessastaðatjörn sem var enn aðskilin sjónum með landfyllingu um miðja síðustu öld. Gönguleiðin heldur áfram að Skansinum á Bessastaðanesi, þar sem fræðsluskilti segja frá ótrúlegri sögu staðarins, meðal annars atburðum tengdum Tyrkjaráninu árið 1627. Frá Skansinum liggur slóðinn áfram í átt að forsetasetri Íslands á Bessastöðum. Gengið er eftir Bessastaðavegi að hringtorginu, þar sem farið er aftur að Kasthúsatjörn.

Opna kort
Upphafsstaður leiðar

Kasthúsatjörn

Nánari upplýsingar

Tímalengd

Vegalengd

6.50km

Erfiðleiki

Samanlögð hæðarhækkun

38,9m

Mesta hæð

75,3m

Tímabil

MEIRAMINNA

Aðgengi að leið

Sýnileiki leiðar

Lýsing

Breidd á stíg

Hindranir

Þjónusta á leiðinni

Upphafspunktur (lengd/breidd)

64 .11,
-22. 01

Hæð upphafspunkts

68,7m

Samanlögð hæðarlækkun

38,9m

Hnit hæsta punkts

64 .10,
-21. 98

Lægsta hæð

64,3m

Hnit lægstu hæðar

64 .11,
-22. 01

Vegalengd

6.498,0m