
Vatnahringurinn í Heiðmörk
Í Heiðmörk er að finna ótal göngustíga í dásamlegu umhverfi og leiðirnar eru vel merktar. Vatnahringurinn er 7,5 km göngu-, hlaupa- eða hjólaleið í Heiðmörk sem er merkt með bláum stikum. Á bíl er ekið inn í Heiðmörk eftir Rauðhólavegi frá Suðurlandsvegi. Hægt er að leggja á bílastæðinu við Helluvatn eða við Borgarstjóraplan. Fleiri bílastæði er einnig að finna í Heiðmörk. Á þessari leið er gengið fram hjá Elliðavatni og nokkrum minni vötnum eins Helluvatni, Hraunhúsatjörn og Myllulækjatjörn. Fræðsluskilti með ýmiss konar fróðleik um fugla, plöntur, tré, jarðfræði og sögu svæðisins hafa verið sett upp af Skógræktarfélagi Reykjavíkur á leiðinni og eru skiltin prýdd fallegum teikningum. Heiðmörk er í umsjón Skógræktarfélags Reykjavíkur sem eru frjáls félagasamtök. Nánari upplýsingar um svæðið má finna á heidmork.is.
Bílastæðið við Helluvatn eða Borgarstjóraplan í Heiðmörk
Nánari upplýsingar
Tímalengd
Vegalengd
Erfiðleiki
Samanlögð hæðarhækkun
Mesta hæð
Tímabil
Aðgengi að leið
Sýnileiki leiðar
Lýsing
Yfirborð
Breidd á stíg
Hættur
Hindranir
Þjónusta á leiðinni
Upphafspunktur (lengd/breidd)
Hæð upphafspunkts
Samanlögð hæðarlækkun
Hnit hæsta punkts
Lægsta hæð
Hnit lægstu hæðar
Áhugaverðir áningarstaðir
https://ferlir.is/heidmork-2/
Vegalengd

Bílastæðið við Helluvatn eða Borgarstjóraplan í Heiðmörk