Mynd
Engin atkvæði ennþá
Sveitarfélag

Viðey

Gangan hefst við Viðeyjarstofu, þar sem gestir geta kynnt sér sögu eyjarinnar áður en lagt er af stað. Þaðan liggur leiðin að Friðarsúlunni (Imagine Peace Tower), sem Yoko Ono reisti til heiðurs John Lennon. Frá Friðarsúlunni er gengið að Viðeyjarnausti, þar sem stikaður göngustígur tekur við meðfram ströndinni. Leiðin liggur fyrst um Vesturey, þar sem listaverkið Áfangar eftir Richard Serra teygir sig í hring um eyna og samanstendur af háum stólpum úr stuðlabergi. Að göngu lokinni um Vesturey er farið aftur yfir yfir á Heimaey og gengið meðfram norðurströndinni. Þar liggur leiðin m.a fram hjá Vatnstankinum sem reistur var árið 1908 og síðar var breytt í félagsheimili. Næst er gengið að gamla Skólahúsinu, þar sem í dag er sýning um náttúru og mannlíf í Viðey á fyrri hluta 20. aldar sem gaman er að kynna sér. Að lokum er stígurinn tekinn að Kvennagönguhól, þar sem sagnir herma að álfkonur búi. Þaðan liggur leiðin aftur að Viðeyjarstofu, þar sem tilvalið er að fá sér hressingu eftir ánægjulega göngu.

Opna kort
Upphafsstaður leiðar

Skarfabakki

Nánari upplýsingar

Tímalengd

Vegalengd

8.04km

Erfiðleiki

Samanlögð hæðarhækkun

242,9m

Mesta hæð

86,4m
MEIRAMINNA

Aðgengi að leið

Sýnileiki leiðar

Lýsing

Breidd á stíg

Hindranir

Þjónusta á leiðinni

GPX skrá

Upphafspunktur (lengd/breidd)

64 .16,
-21. 85

Hæð upphafspunkts

70,9m

Samanlögð hæðarlækkun

229,1m

Hnit hæsta punkts

64 .16,
-21. 85

Lægsta hæð

0,1m

Hnit lægstu hæðar

64 .17,
-21. 86

Áhugaverðir áningarstaðir

https://borgarsogusafn.is/videy

Vegalengd

8.040,4m
Loka
viðey_.gpx

Skarfabakki