Mynd
Engin atkvæði ennþá
Sveitarfélag

Vífilfell

Vífilfell er eitt af einkennisfjöllum höfuðborgarsvæðisins. Vífilfell er áhugavert út frá jarðfræðilegu sjónarhorni þar sem það myndaðist í tveimur gosum undir ísaldarjökli. Gangan á að vera flestum viðráðanleg sem eru í sæmilegu formi. Engu að síður þarf að fara varlega á nokkrum stöðum í bröttum skriðum og á móbergsklöppum sem geta orðið snúnar viðfangs á vetrum eða í mikilli úrkomu og roki. Sveigt er inn á afrein út af Suðurlandsvegi skammt ofan við Sandskeið þar sem leið liggur að efnisnámum undir fellinu. Lagt er af stað frá bílastæði þar inn við námurnar. Gengið eftir vegi um námurnar þangað til komið er að skilti þar sem uppgangan hefst. Fyrst er farið upp vel markaðan stíg um bratta skriðu uns komið er upp á flatan og allvíðáttumikinn stall. Upp af stallinum rís hæsti hluti fjallsins, hryggur er úr beru móbergi og vísa stikur göngufólki veginn upp. Gangan eftir móbergshryggnum er auðveld framan af en til að komast upp á efsta hlutann þarf að príla eilítið og því hefur verið komið fyrir köðlum á tveimur stöðum sem auðvelda uppgönguna. Efsti hlutinn er hins vegar sléttur og afar þægilegur yfirferðar þegar komið er upp. Þar er útsýnisskífa sem Ferðafélag Íslands kom fyrir. Útsýnið yfir höfuðborgina og nágrenni er einstakt. Af tindinum sést til Gróttu í 25 km fjarlægð, þar sem Vífill sá sem fellið er kennt við, leysingi Ingólfs Arnarsonar, á að hafa stundað útræði. Einnig blasa við Esja, Móskarðshnúkar, Skjaldbreiður og Hengill. Hægt er að ganga á Vífilfell árið um kring en þó skyldi varast að fara ekki upp í mjög slæmum veðrum því mjög hvasst getur orðið uppi á fjallinu. Brattinn er það mikill í skriðunum að taka þarf með gönguöxi og jöklabrodda á veturna og betra að kunna að beita ísaxarbremsu til að forða mögulegu slysi. Aðstæður geta verið þannig að keðjubroddar (Esjubroddar) eru ekki fullnægjandi öryggisbúnaður. Þess má geta að Vífilfell var valið bæjarfjall Kópavogs í kosningum árið 2013.

Opna kort
Upphafsstaður leiðar

Bílastæði við Vífilsfell

Nánari upplýsingar

Tímalengd

Vegalengd

6.70km

Erfiðleiki

Samanlögð hæðarhækkun

453,7m

Mesta hæð

720,8m

Tímabil

MEIRAMINNA

Aðgengi að leið

Sýnileiki leiðar

Lýsing

Breidd á stíg

Hindranir

Þjónusta á leiðinni

GPX skrá

Upphafspunktur (lengd/breidd)

64 .05,
-21. 53

Hæð upphafspunkts

270,0m

Samanlögð hæðarlækkun

427,8m

Hnit hæsta punkts

64 .03,
-21. 55

Lægsta hæð

268,1m

Hnit lægstu hæðar

64 .05,
-21. 53

Áhugaverðir áningarstaðir

Vegalengd

6.700,0m
Loka
vífilfell.gpx

Bílastæði við Vífilsfell