Mynd
Meðaltal: 5 (1 atkvæði)
Sveitarfélag

Vífilstaðavatn

Umhverfis Vífilsstaðavatn liggur góður stígur sem er um 2,6 km að lengd. Það tekur um 35 mín. að ganga kringum vatnið en um 15 mín. að skokka. Útivistarbekkir eru meðfram stígnum þar sem tilvalið er að setjast niður og njóta náttúrunnar og fjölbreytts fuglalífs. Fræðsluskiltum hefur verið komið upp þar sem lesa má sér til um lífríki vatnsins, fugla og gróður svæðisins. Gamla bryggjan við vesturbakkann var lagfærð fyrir nokkrum árum til að auðvelda aðgengi fatlaðra. Umhverfi vatnsins er eftirsóknarvert til útivistar árið um kring. Frá vatninu er hægt að ganga upp að vörðunni Gunnhildi á Vífilsstaðahlíð þaðan sem er gott útsýni og hægt að glöggva sig á kennileitum af útsýnisskífu. Einnig er gönguslóði innan við vatnið upp í Grunnavatnaskarð. Vatnið og umhverfi þess var friðlýst árið 2007. Skrautfjöður friðlandsins er flórgoðinn. Gerð var tilraun að setja út hreiðurstæði fyrir goðana á vorin og hefur þeim fjölgað á vatninu með hverju ári í kjölfarið. Hundar eru bannaðir í friðlandinu um varptímann, frá 15. apríl til 15. ágúst. Veiðileyfi í vatninu er hægt að kaupa frá 1. apríl til 15. september. Vífilsstaðavatn er í Heiðmörk. Heiðmörk er í umsjón Skógræktarfélags Reykjavíkur sem eru frjáls félagasamtök. Nánari upplýsingar, kort og fleiri leiðir má finna á heidmork.is.

Opna kort
Upphafsstaður leiðar

Bílastæði við Vífilsstaðavatn

Nánari upplýsingar

Vegalengd

2.62km

Erfiðleiki

Samanlögð hæðarhækkun

90,5m

Mesta hæð

114,5m

Tímabil

MEIRAMINNA

Aðgengi að leið

Sýnileiki leiðar

Lýsing

Yfirborð

Breidd á stíg

Hindranir

Þjónusta á leiðinni

Upphafspunktur (lengd/breidd)

64 .07,
-21. 87

Hæð upphafspunkts

108,9m

Samanlögð hæðarlækkun

92,3m

Hnit hæsta punkts

64 .08,
-21. 87

Lægsta hæð

105,4m

Hnit lægstu hæðar

64 .08,
-21. 86

Áhugaverðir áningarstaðir

Á leiðinni kringum vatnið eru 6 bekkir þar sem hægt er að hvíla sig og njóta útsýnisins. Einnig er að finna fræðsluskilti sem sýnir fuglalíf við vatnið, flóru svæðisins og fiska sem lifa í vatninu.

Vegalengd

2.621,1m
Loka
vífilstaðavatn.gpx

Bílastæði við Vífilsstaðavatn