Frístundagarðurinn Gufunesbær
Á túninu við Gufunesbæ er búið að gera skemmtilegt útivistarsvæði fyrir fjölskyldur og börn. Ævintýrahóllinn er með göng sem liggja í gegnum hann og eru þar fjórar inngönguleiðir. Uppi á hólnum er pallur og er hægt að klifra upp á hann því að nota kaðal. Leikkastalinn er risastór ævintýraheimur út af fyrir sig. Í vatnsleiktækinu er mögulegt að sulla með vatn og sand ásamt því að vaða í tjörnunum. Einnig er kominn á svæðið lítill burstabær fyrir yngstu börnin. Þá er einnig ærslabelgur, petanque-völlur, lítil golfbraut, rathlaupsbraut, og strandblaksvöllur. Einnig er þarna grillskýli með þremur kolagrillum sem hægt er að panta eftir klukkan 16:00. Garðurinn er fjölskylduvænt útivistarsvæði.
Nánari upplýsingar
Tímabil
Aðgengi
Tegund svæðis
Sund
Grafarvogslaug
Aðrar upplýsingar
https://fristundagardur.gufunes.is/
Samgöngur
Strætóstöð: Gufunnesbær (leið 31)