Mynd
Engin atkvæði ennþá
Sveitarfélag

Hljómskálagarðurinn

Fá opin svæði í Reykjavík eiga sér tryggari sess í hjörtum borgarbúa en Tjörnin og Hljómskálagarðurinn. Við norðurenda Tjarnarinnar hófst þéttbýlismyndun í Reykjavík á 18. öld og síðan þá hefur Tjörnin verið miðpunktur byggðar í Reykjavík og mikilvægt svæði fyrir útivist og leiki. Fyrir höfuðborg sem liggur að stórum hluta sjó er einstakt að hafa stóra ferskvatnstjörn í miðju borgarinnar. Hið auðuga lífríki Tjarnarinnar, einkum hið fjölskrúðuga fuglalíf, hefur mikið aðdráttarafl fyrir borgarbúa og gesti. Hljómskálagarðurinn við Suðurtjörn er með stærri almenningsgörðum í Reykjavík. Hann á nafn sitt að rekja til Hljómskálans sem reis 1923 og hefur frá upphafi verið æfingastaður reykvískra lúðrasveita. Í Hljómskálagarðinum og umhverfis Tjörnina má finna fjölmörg listaverk sem prýða svæðið. Þar er einnig að finna leikvöll og grillaðstöðu og tilvalið er að skella sér þar í lautarferð og njóta lífsins með fjölskyldu og vinum.

Opna kort

Nánari upplýsingar

MEIRAMINNA

Sund

Sundhöll Reykjavíkur og Vesturbæjarlaug

Samgöngur

Strætóstöðvar: Fríkirkjuvegur, Ráðhúsið, MR og Háskóli Íslands (leiðir 1-3-6-11-12-13-14)

Loka

Tengdar gönguleiðir