
Viðey
Viðey er einstakt útivistarsvæði við strendur Reykjavíkur sem býður hún upp á ró, náttúrufegurð og ríkulega menningu. Eyjan er um 1,6 km² að stærð og þar má finna fjölbreytta göngustíga sem liggja um opið landslag, grónar lautir og meðfram ströndum með fallegu útsýni yfir Faxaflóa, Esjuna og Snæfellsnes. Jafnframt er fjölbreytt fuglalíf í Viðey. Viðey býr einnig yfir ríkum menningararfi. Þar má finna rústir frá landnámsöld, steinhúsið Viðeyjarstofu frá miðri 18. öld, og elstu kirkju landsins sem enn stendur. Á eyjunni má einnig njóta samtímalistar, en á eyjunni er Friðarsúlan (Imagine Peace Tower) eftir Yoko Ono og verkið Áfangar eftir Richard Serra. Viðey er tilvalin fyrir fjölskylduferðir, rólega göngutúra, fræðandi skoðunarferðir og náttúruupplifun. Eyjan hentar jafnt heimafólki sem ferðamönnum sem vilja slaka á í kyrrlátu umhverfi – án þess að yfirgefa borgina. Á veturna er siglt um helgar frá Skarfabakka, en á sumrin eru daglegar ferjusiglingar frá Skarfabakka og Gömlu höfninni í Reykjavík. Á sumrin er einnig veitingastaður opinn í Viðeyjarstofu.
Nánari upplýsingar
Tímabil
Aðgengi
Tegund svæðis
Menning / saga
https://borgarsogusafn.is/videy
Samgöngur
Hægt er að sigla út í Viðey með Eldingu. Nánar um tímatöflur á heimasíðu Eldingar: https://elding.is/is/ferdir/videy. Á veturna er siglt um helgar frá Skarfabakka. Leið 16 stoppar við Klettagarða / Skarfagarða. Á sumrin er siglt daglega frá Skarfabakka, en einnig frá Gömlu höfninni. Leið 3 og 14 stoppa við Gömlu höfnina í Reykjavík.
