Mynd
Engin atkvæði ennþá
Sveitarfélag

Hellisgerði

Hellisgerði er töfrandi útivistarsvæði í miðbæ Hafnarfjarðar. Í þessum 100 ára lystigarði er margt að finna eins og fallega tjörn sem er fyrir botni garðsins og fjölbreytta stíga sem liggja um hraunið. Víða um garðinn hafa verið gerð skemmtileg innskot og aðstaða til hvíldar, klifurs og leikja. Garðurinn er mikið nýttur til útivistar, viðburða og lautarferða. Á aðventunni breytist hann í upplýsta ævintýraveröld. Heimsókn í Hellisgerði í aðdraganda jóla er orðin ómissandi jólahefð hjá fjölmörgum, jafnt Hafnfirðingum sem öðrum höfuðborgarbúum.

Opna kort

Nánari upplýsingar

MEIRAMINNA

Menning / saga

https://hafnarfjordur.is/stadur/hellisgerdi/

Sund

Sundhöll Hafnarfjarðar

Sjósund

Hægt er að stunda sjósund við fjöruna við Sundhöll Hafnarfjarðar.

Samgöngur

Strætóstöð: Hellisgerði (leið 1)

Loka

Tengdar gönguleiðir