Mynd
Engin atkvæði ennþá
Sveitarfélag

Hofsstaðir

Reisulegur skáli fannst á Hofsstöðum í Garðabæ við fornleifarannsóknir árið 1994. Hann stóð frá landnámsöld (870-930) og fram á 12. öld og í honum var búið allan þann tíma. Hér er um að ræða einar merkustu minjar frá landnámsöld sem fundist hafa hér á landi og gefa vísbendingu um hvernig var umhorfs á þessum stað á víkingaöld. Miðað við stærð skálans má ætla að þarna hafi haft búsetu 20–30 manns að meðtöldum þrælum og vinnulýð. Hofsstaðir eru innan þess lands sem Ingólfur Arnarson, fyrsti landneminn, helgaði sér og aðeins 2 km frá Vífilsstöðum þar sem Vífill, leysingi Ingólfs, bjó að sögn Landnámu. Gestum gefst tækifæri á að skyggnast inn í fortíðina með nýstárlegum hætti þar sem þrír margmiðlunarsjónaukar hafa verið settir upp á staðnum auk fræðsluskilta. Svæðið er opið allan sólahringinn.

Opna kort

Nánari upplýsingar

MEIRAMINNA

Menning / saga

https://www.gardabaer.is/mannlif/menning-og-listir/minjagardur-ad-hofsstodum/

Sund

Ásgarðslaug

Samgöngur

Strætóstöðvar: Vídalinskirkja (leið 22) og Reynilundur (leið 24)

Loka

Tengdar gönguleiðir