
Klambratún
Klambratún, er eitt stærsta og vinsælasta útivistarsvæði Reykjavíkur. Það er staðsett í Hlíðahverfi og afmarkast af Hringbraut, Rauðarárstíg, Flókagötu og Lönguhlíð. Garðurinn er um 10 hektarar að stærð og hefur verið mikilvægur samkomustaður frá því hann var formlega gerður að almenningsgarði á sjöunda áratug síðustu aldar. Klambratún er fallegt grænt svæði þar sem fólk kemur saman, nýtur útivistar og menningar í hjarta Reykjavíkur. Í norðurhluta garðsins eru Kjarvalsstaðir sem tilheyra Listasafni Reykjavíkur. Þar eru sýnd verk Jóhannesar S. Kjarvals en jafnframt eru sýningar á málverkum og skúlptúrum eftir nafnkunna innlenda og erlenda listamenn. Klambratún státar af fjölbreyttri afþreyingu. Þar eru leiksvæði fyrir börn, frisbígolfvöllur, körfubolta-, fótbolta- og strandblakvellir. Nýjasta viðbótin í garðinum er klifursteinn þar sem bæði börn og fullorðnir geta spreytt sig í klifri. Garðurinn er einnig vinsæll áfangastaður fyrir hundaeigendur og er lausaganga hunda leyfð á svæðinu sem kallast Skálin milli kl. 9 og 11 á laugardögum og sunnudögum.
Nánari upplýsingar
Tímabil
Tegund svæðis
Menning / saga
Sund
Sundhöll Reykjavíkur
Samgöngur
Strætóleiðir 1-3-6-13 fara að Klambratúní. Strætóstöðvar: Klambratún (1-3-6) og Kjarvalsstaðir (13)



