Mynd
Engin atkvæði ennþá
Sveitarfélag

Laugardalur

Laugardalurinn er eitt meginútivistarsvæði Reykvíkinga enda er þar skjólgott og gróðursælt og vel skipulagðir göngu- og hjólastígar liggja um allt svæðið. Laugardalurinn er jafnframt höfuðmiðstöð íþróttaiðkunar í Reykjavík, þar eru Laugardalshöllin, Laugardalsvöllurinn, Laugardalslaugin og Skautahöll Reykjavíkur. Grasagarður Reykjavíkur er í Laugardal og þar er mikilvæg miðstöð garðyrkju og fræðslu til almennings um gróður og umhverfi. Garðurinn er unaðsreitur sem tugþúsundir heimsækja á sumrin. Fjölskyldu- og Húsdýragarðurinn í Laugardal er vinsæll meðal barna og fjölskyldufólks en þar má sjá íslensku húsdýrin og helstu villtu landspendýrin svo sem refi og hreindýr auk selanna sívinsælu. Í Laugardalnum er jarðhiti þótt heitar uppsprettur sjáist ekki lengur á yfirborðinu. Lindirnar voru áður nýttar til þvotta og eru þvottalaugarnar gömlu varðveittar sem merkar sögulegar minjar. Þar er hægt að skoða sig um og lesa um sögu lauganna af fræðsluskiltum. Þá er aðaltjaldstæði Reykjavíkur í Laugardal og dalurinn því vinsæll viðkomustaður ferðalanga.

Opna kort

Nánari upplýsingar

MEIRAMINNA

Menning / saga

https://reykjavik.is/laugardalurinn

Sund

Laugardalslaug

Aðrar upplýsingar

Samgöngur

Strætóstöðvar: Nordica /Laugardalshöll/ Orkuhúsið (leiðir 2-17-19) og Laugardalslaug/Laugarásvegur/Holtavegur/Glæsibær (leið 14).

Loka

Tengdar gönguleiðir