![](/sites/default/files/styles/hero_768/public/route-images/nautholsvik-0331.jpg?itok=mTJOviRB)
Nauthólsvík
Ylströndin í Nauthólsvík, sem tekin var í notkun árið 2000, hefur sannarlega fest sig í sessi sem vinsæll útvistarstaður og hún laðar að sér jafnt innlenda sem erlenda gesti. Voldugir sjóvarnargarðar loka af fallegt lón þar sem kaldur sjór og heitt vatn renna saman í eitt. Fyrir innan garðana hefur verið dælt gulum skeljasandi svo umhverfið minnir meira á sægrænt Miðjarðarhafið en vík í nyrstu höfuðborg heims. Markmiðið með þessum framkvæmdum var að gera Nauthólsvík að fjölbreyttu útivistarsvæði þar sem lögð væri áhersla á útiveru, sólböð, sjóböð og siglingar líkt og tíðkaðist á þessum slóðum fyrr á árum. Í Nauthólsvík er að finna þjónustumiðstöð með búnings- og sturtuaðstöðu fyrir baðgesti auk veitingasölu og grillaðstöðu. Fyrir framan þjónustumiðstöðina er löng setlaug sem er um 38°C heit. Í flæðarmáli strandarinnar er uppstreymispottur til hitunar á lóninu. Á Ylströndinni er einnig eimbað.
Nánari upplýsingar
Tímabil
Tegund svæðis
Aðrar upplýsingar
https://nautholsvik.is/ylstrondin/
Samgöngur
Strætóstöð: HR (leið 5 og 8)
![](/sites/default/files/route-images/nautholsvik-0331.jpg)