Mynd
Engin atkvæði ennþá
Sveitarfélag

Urriðavatn

Urriðavatn og votlendið umhverfis það er falleg landslagsheild með margslunginn gróður og fjölbreytt fuglalíf. Hrauntanginn sem gengur út í vatnið gefur umhverfinu afar fallegan og sterkan svip og er skjól fyrir fugla. Í og við vatnið má meðal annars finna talsvert af urriða, smádýr og háplöntur. Stígurinn í kringum Urriðavatn er auðveld gönguleið og hægt að ganga úr hverfinu í Urriðaholti eða frá bílastæðum við Kauptún. Gönguleiðin umhverfis vatnið er vinsæl gönguleið meðal íbúa Urriðaholts sem og annarra gesta sem eiga leið um. Til ábendingar er öll veiði bönnuð í vatninu. Útivistarfólk er hvatt til að ganga vel um Urriðavatn, svæðið umhverfis það og virða friðhelgi fugla yfir varptímann.

Opna kort

Nánari upplýsingar

MEIRAMINNA

Sund

Ásgarðslaug og Suðurbæjarlaug

Samgöngur

Strætóstöðvar: Kauptún og Holtsvegur (leiðir 21 og 22)

Loka

Tengdar gönguleiðir