![](/sites/default/files/styles/hero_768/public/route-images/aevintyragardurinn-8167.jpg?itok=TgzpOMSC)
Ævintýragarðurinn
Ævintýragarðurinn er staðsettur í Ullarnesbrekkum milli Varmár og Leirvogstungu í Mosfellsbæ. Þar er að finna spennandi klifur- og þrautatæki. Einnig er klifurnet í miðjum garðinum, sem er vinsælt meðal yngri kynslóðarinnar, frisbígolfvöllur og ærslabelgur. Mikið verk hefur verið unnið við uppbyggingu stíga og við gróðursetningu á svæðinu og liggur malbikaður og upplýstur aðalstígur í gegnum allan garðinn, með rósatorgi í miðjunni og göngubrúm við hvorn enda. Frá aðalstígnum liggur malarstígur, svonefndur ætistígur, þar sem ýmsum ætiplöntum hefur verið plantað, til að mynda fjölmörgum tegundum berjarunna. Í garðinum sunnanverðum, við íþróttasvæðið, er hundagerði þar sem hundaeigendur geta sleppt hundum sínum lausum undir eftirliti.
Nánari upplýsingar
Tímabil
Tegund svæðis
Sund
Varmárlaug
Samgöngur
Strætóstöð: Varmárskóli (leið 7)
![](/sites/default/files/route-images/aevintyragardurinn-8167.jpg)