Mynd
Meðaltal: 4.7 (3 atkvæði)
Sveitarfélag

Elliðaárdalur

Elliðaárdalurinn er eitt stærsta og fjölsóttasta græna svæðið í Reykjavík. Dalurinn einkennist af fjölbreyttu landslagi og gróðurfari en þungamiðjan eru Elliðaárnar sem dalurinn er kenndur við. Elliðaár falla úr Elliðavatni og renna í norður og vestur milli Breiðholts og Selás- og Ártúnsholts í tveimur kvíslum. Má segja að þær skipti borginni í tvennt. Lax gengur upp í árnar og eru þær með vinsælli laxveiðiám á suðvesturhorni landsins. Gott er að ganga, hjóla eða hlaupa um dalinn. Stærstur hluti dalsins er skógi vaxtinn og tilvalið að fara í lautarferð í skóginum en Rafmagnsveitur Reykjavíkur hófu þar skógrækt árið 1951. Elliðaárnar voru virkjaðar til rafmagnsframleiðslu um 1920. Virkjunin er nú hætt starfsemi en sjálft stöðvarhúsið, Elliðaárstöðin, hefur verið vakið til lífsins. Húsin sem tilheyra virkjuninni hafa verið gerð upp og þeim falið nýtt hlutverk fyrir gesti og gangandi. Þar er að finna skemmtilegan leikvöll auk þess sem ýmis fræðsla fer þar fram og reglulegir viðburðir.

Opna kort

Nánari upplýsingar

MEIRAMINNA

Upplýsingar um viðburði

https://ellidaarstod.is/vidburdaflokkur/vidburdir/

Menning / saga

https://reykjavik.is/ellidaardalur

Sund

Árbæjarlaug

Aðrar upplýsingar

ellidaarstod.is

Samgöngur

Strætóstöðvar: Elliðaárdalur/Blesugróf (leiðir 3-11-12-17-57-58-59), Árbæjarsafn (leiðir 12 og 24), Rafstöðvarvegur (leið 19).

Loka

Tengdar gönguleiðir