![](/sites/default/files/styles/hero_768/public/route-images/grotta-7692.jpg?itok=8iDiLexC)
Grótta
Grótta er landföst, gróskumikil eyja yst á Seltjarnarnesi, einstök náttúruperla. Grótta og náttúran í kringum eyjuna er fallegt og vinsælt útivistarsvæði hjá Seltirningum og öðrum sem njóta útivistar í nálægð við sjó og auðugt og fjölbreytt fuglalíf. Grótta var friðlýst árið 1974 og felst verndargildi friðlandsins í Gróttu í fjölskrúðugu fuglalífi árið um kring og mikilvægi þess sem varpsvæðis á sumrin. Þar ber helst að nefna hundruði kríupara sem verpa í og við eyjuna en krían er alfriðuð og umferð því óheimil um svæðið á varptímanum 1. maí til 15. júlí. Auk kríunnar finnast einnig í eyjunni margar aðrar fuglategundir svo sem æðarfugl, fýll, sendlingur og tjaldur. Á veturna er Gróttu algengur viðkomustaður stórra hópa fargesta sem dvelja þar til lengri eða skemmri tíma. Má þar nefna rauðbrysting og sanderlu. Mikið er af lífríkum sjávartjörnum og fjörum við Gróttu og í næsta nágrenni. Hægt er að fara fótgangandi út í Gróttu á fjöru og dvelja þar í að hámarki 6 klukkustundir en fylgja þarf flóðatöflu þegar farið er til og frá eyjunni, því grandinn sem tengir eyjuna við land fer á kaf á flóði.
Nánari upplýsingar
Tímabil
Aðgengi
Tegund svæðis
Aðstaða / þjónusta
Menning / saga
https://www.seltjarnarnes.is/is/mannlif-nattura/nattura-og-dyralif/grotta
Sund
Sundlaug Seltjarnarness
Samgöngur
Leið 11 fer út á Seltjarnarnes. Best er að fara út við strætóstoppið Lindarbraut/Hofgarðar og ganga þaðan í 15 mín að Gróttu.
![](/sites/default/files/route-images/grotta-7692.jpg)