Mynd
Engin atkvæði ennþá
Sveitarfélag

Hafravatn

Hafravatn í Mosfellsbæ er friðsælt og fallegt útivistarsvæði rétt austan við Úlfarsfell. Náttúra svæðisins er fjölbreytt og gróskumikil, fuglalíf er ríkt í kringum vatnið og algengt er að sjá álftir, himbrima, endur og aðrar tegundir sem eiga hér búsvæði, sérstaklega yfir sumartímann. Svæðið er tilvalið fyrir fjölskyldur, náttúruunnendur og göngufólk allt árið um kring. Við vatnið má finna stikaðar gönguleiðir og upplýsingaskilti. Hafravatn er einnig vinsælt meðal stangveiðifólks. Þar má veiða bæði bleikju og urriða og veiðileyfi eru veitt án endurgjalds af Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Á veturna er þar mikið dorgað í gegnum ís.

Opna kort

Nánari upplýsingar

MEIRAMINNA

Sund

Dalslaug

Loka

Tengdar gönguleiðir