Mynd
Engin atkvæði ennþá
Sveitarfélag

Kópavogsdalur

Kópavogsdalur er eitt helst útvistarsvæði höfuðborgarsvæðisns. Í dalnum má finna fjöldann allan af göngu- og hjólastígum þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Vestast í dalnum er andapollur með fjölbreyttu fuglalífi og sem vinsælt er að skoða. Þar er einnig íþróttasvæði Breiðabliks, eitt stærsta sinnar tegundar á landinu. Árlega heldur Breiðablik stærsta stúlknamót landsins þarna í dalnum. Austar á svæðinu eru svo líkamsræktartæki og leiksvæði. Í Kópavogsdal er fjöldi bekkja fyrir þá sem vilja staldra við og virða fyrir sér umhverfið og mannlífið. Í dalnum eru einnig skólagarðar fyrir börn á aldrinum 5 til 13 ára þar sem börnum gefst tækifæri til að rækta sitt eigið grænmeti. Margar skemmtilegar hlaupaleiðir í dalnum og má þar nefna hinn vinsæla Himnastiga sem liggur frá Kópavogsdal og upp á Digranesheiði.

Opna kort

Nánari upplýsingar

MEIRAMINNA

Sund

Kópavogslaug og Salalaug

Samgöngur

Strætóstöðvar: Smárar- Dalvegur- Brekkuhjalli (leiðir 2-28-24-35-36)

Loka

Tengdar gönguleiðir