Varmá og Álafosskvos
Álafosskvosin er heillandi svæði sem gaman er að heimsækja. Húsin eru frá ýmsum tímaskeiðum og við bakka Varmár stendur gamla sundlaugarbyggingin sem er ein sú elsta á landinu. Stígar liggja um svæðið og Álanesskóg sem er einn elsti trjáreitur Mosfellsbæjar. Álafossinn er fallegur foss í Varmá sem liðast í gegnum Álafosskvosina. Varmá og Álafossinn eru á náttúruminjaskrá en þar hófst ullariðnaðarævintýri í kringum aldarmótin 1900 og var vatnsaflið úr ánni nýtt til þess að knýja vélar vefnaðarverksmiðjunnar. Áin er ylvolg og vinsælt var að stinga sér til sunds í uppistöðulóni virkjunarinnar og sjá má leifar af gömlum stökkbrettum við ána. Vinsælt er að heimsækja svæðið en mikilvægt er að fylgja stígum og merktum leiðum.
Nánari upplýsingar
Tímabil
Tegund svæðis
Aðstaða / þjónusta
Sund
Varmárlaug
Samgöngur
Strætóstöð: Álafoss (leið 7)