Mynd
Engin atkvæði ennþá
Sveitarfélag

Vífilsstaðavatn

Vífilsstaðavatn er ákaflega fallegur staður sem liggur undir Vífilsstaðahlíð, sunnan við Vífilsstaðaspítala. Fjölbreytt fuglalíf og margskonar gróður er að finna á svæðinu og hafa Vífilsstaðavatn og nágrenni verið friðlýst svæði frá árinu 2007. Góð aðstaða hefur verið byggð upp í kringum vatnið, bekkir eru víða, fræðsluskilti og þakskýli er við bílastæðið. Á hverjum degi er mikið líf við vatnið enda er gönguhringurinn í kringum vatnið ákaflega vinsæl hlaupa- og gönguleið. Á vorin fer að sjást til veiðimanna með flugustangir enda er vatnið tilvalið til að æfa fluguköst fyrir komandi sumar en bleikja og stöku urriði veiðist í vatninu. Fjöldi göngustíga er um svæðið sem gaman er að fara um og við Vífilsstaði er að finna frisbígolfvöll. Vífilsstaðavatn er í Heiðmörk. Heiðmörk er í umsjón Skógræktarfélags Reykjavíkur sem eru frjáls félagasamtök. Nánari upplýsingar, kort og fleiri leiðir má finna á heidmork.is.

Opna kort

Nánari upplýsingar

MEIRAMINNA

Sund

Ásgarðslaug

Samgöngur

Strætóstöð: Vífilsstaðir (leið 21)

Loka

Tengdar gönguleiðir