![](/sites/default/files/styles/hero_768/public/route-images/heidmork-furulundur-2642.jpg?itok=AFPsv705)
Heiðmörk
Heiðmörk er stærsta útivistarsvæðið á höfuðborgarsvæðinu og eitt það vinsælasta. Á hverju ári sækir yfir hálf milljón gesta Heiðmörk heim og nýtur þar fjölbreyttrar útivistar og náttúru. Þar finna allir eitthvað við sitt hæfi, hvort sem þeir kjósa að fara um Mörkina á hestbaki, reiðhjóli eða tveimur jafnfljótum. Í gegnum tíðina hafa ótal göngu- og reiðstígar verið lagðir um svæðið og glæsileg aðstaða byggð upp fyrir fjölskyldufólk og aðra sem vilja gera sér glaðan dag í skóginum. Heiðmörk er um 3.000 hektarar að stærð, þar af þekur skóglendi tæpan þriðjung svæðisins, en að auki er þar að finna áhugaverðar jarðmyndanir, votlendi og lyngmóa. Dýralíf er jafnframt afar fjölbreytt á þessum slóðum og ber þar mest á fuglum himinsins. Áhugamenn um sögu og þjóðhætti þurfa heldur ekki að láta sér leiðast í Heiðmörk enda leynast þar víða mannvistarleifar, allt frá fyrstu tíð Íslandsbyggðar til okkar daga. Heiðmörk er vatnsverndarsvæði og eru gestir friðlandsins beðnir um að sýna varkárni þegar þeir fara þar um. Heiðmörk er í umsjón Skógræktarfélags Reykjavíkur sem eru frjáls félagasamtök. Nánari upplýsingar má finna á heidmork.is.
Nánari upplýsingar
Tímabil
Aðgengi
Tegund svæðis
Sund
Ásgarðslaug og Salalaug
Aðrar upplýsingar
https://heidmork.is/svaedin-okkar/heiðmork/
![](/sites/default/files/route-images/heidmork-furulundur-2642.jpg)