Mynd
Meðaltal: 5 (2 atkvæði)
Sveitarfélag

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn er fallegt stöðuvatn umkringt skógi og gróðurlendi. Umhverfið er kjörið til útivistar og liggur göngustígur umhverfis vatnið auk þess sem ótal gönguleiðir liggja frá vatninu í átt að hæðunum og í gegnum þykkan skóg eða mosavaxin holt. Hvaleyrarvatnssvæðið er friðsælt og og tilvalið til að vinda ofan sér eftir vinnu eða til að heilsa nýjum degi á nærandi morgungöngu. Undanfarin ár hefur Skógræktarfélag Hafnarfjarðar stuðlað að frekari uppbyggingu á svæðinu með trjáræktarátaki. Hér er handhæg grillaðstaða og því fullkomið að fara hingað í lautarferð í góðum félagsskap. Á heitum sumardögum er hægt að baða sig í vatninu eða sigla á smábátum og er öllum frjálst að veiða í vatninu. Á veturna er lögð gönguskíðabraut á vatninu og tilvalið er að renna sér á skautum á ísilögðu vatninu. Við vesturenda vatnsins er einnig skemmtilegt leiksvæði.

Opna kort

Nánari upplýsingar

MEIRAMINNA

Menning / saga

https://ferlir.is/hvaleyrarvatn/

Sund

Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug

Loka

Tengdar gönguleiðir