Mynd
Engin atkvæði ennþá
Sveitarfélag

Valhúsahæð

Valhúsahæð er hæsti staður á Seltjarnarnesi, í 31m hæð yfir sjávarmáli, og er vinsælt útivistarsvæði. Þar er fallegt útsýni norður til Esju, Skarðsheiðar og Akrafjalls, vestur Faxaflóa og suður í áttina að Reykjanesi. Þar eru göngustígar, leiktæki og fótbolta- og frisbígolfvellir. Valhúsahæð var friðlýst sem náttúruvætti árið 1998. Á hæðinni má sjá jökulristur eftir ísaldarjökulinn í klöppum. Nafn Valhúsahæðar kemur til af því að þar voru hús sem geymdu veiðifálka Danakonungs meðan beðið var þess að þeim væri skipað út og fluttir til Kaupmannahafnar. Á Valhúsahæð má skoða minjar sem tengjast hersetu og sögu hernámsins hér á landi í seinni heimstyrjöldinni.

Opna kort

Nánari upplýsingar

MEIRAMINNA

Menning / saga

https://ferlir.is/valhusahaed-herminjar/

Sund

Sundlaug Seltjarnarness

Samgöngur

Leið 11 fer út á Seltjarnarnes og farið er út við Austurströnd.

Loka

Tengdar gönguleiðir