Mynd
Engin atkvæði ennþá
Sveitarfélag

Fossvogsdalur

Dalurinn er einn fjölfarnasti útivistarstaður höfuðborgarsvæðisins. Þar liggja bæjarmörk Kópavogs og Reykjavíkur. Á svæðinu eru göngu- og hjólastígar sem tengja vestanvert höfuðborgarsvæðið við efri byggðir þess. Göngustígur dalsins er vel tengdur við stígakerfi höfuðborgarsvæðisins og er auðvelt að fara þaðan á hjóli eða fótgangandi á ylströndina í Nauthólsvík, út á strandlengjuna á Kársnesi eða inn í Elliðaárdal. Í dalnum má finna fjöldann allan af afþreyingarmöguleikum. Strandblaksvöllur hefur verið settur upp og er hann vinsæll meðal fólks á öllum aldri ásamt því að íþróttasvæðið í Fagralundi í Kópavogi er einnig í dalnum og hægt að gera margt sér til skemmtunar þar. Auk þessa er frisbígolfvöllur í dalnum sem frjáls afnot eru af. Í austanverðum Fossvogdalnum er trjásafn. Byrjað var að gróðursetja þar árið 1997 og eru nú komnar um 500 tegundir trjáa og runna í safnið. Yndisgarðurinn er hluti trjásafnsins sem er samstarfsverkefni Kópavogsbæjar, Landbúnaðarháskóla Íslands og fleiri aðila. Innan garðsins eru matjurtagarðar fyrir íbúa, grill og setbekkir.

Opna kort

Nánari upplýsingar

MEIRAMINNA

Sund

Kópavogslaug

Samgöngur

Strætóstöðvar: Elliðaárdalur, Furugrund og Landsspítali Fossvogi (leiðir 4-36-35-11-13)

Loka

Tengdar gönguleiðir